Námskeiðalínan okkar
Hvað er Markviss Bowen meðferð?
Sama efni-markvissari nálgun
Markviss Bowen-meðferð er kennt í tveimur þriggja daga lotum, þar sem farið er í sama efni og kennt er á fimm 3ja daga hefðbundnum námskeiðum annars staðar.
Við leggjum áherslu á skilning, greiningu og beitingu hreyfinganna í raunverulegu samhengi, í stað yfirborðskenndrar endurtekningar.
Að auki er kennd greiningaraðferð Grahams Penningtonar sem gerir meðferðaraðilum kleift að vinna markvissar og sjá samhengi milli einkenna og undirliggjandi orsaka.
Nám sem tengir þekkingu og reynslu
Í Markvissri Bowen-meðferð er lögð áhersla á að tengja fræðilega þekkingu við klíníska reynslu.
Þátttakendur læra að lesa í viðbrögð líkamans ivð meðferðinni og skilja hvernig líkaminn virkjar eigin lækningarmátt þegar fræðileg þekking og klínísk reynsla renna saman.
Faglegt nám sem kennt er af sjúkraþjálfara
Námið er kennt af sjúkraþjálfara með víðtæka reynslu sem bæði sjúkraþjálfari og meðferðaraðili. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og verklegra æfinga, þar sem útskýrt er hvernig Bowen-meðferðin á uppruna sinn í kenningum osteópatíu, hnykkingum og austrænni læknisfræði.
Sérstök áhersla er lögð á að kenna og skýra uppbyggingu og starfsemi miðtaugakerfisins – og hvernig það gegnir lykilhlutverki í árangri meðferðarinnar.
Kynntu þér Markvissa Bowen-meðferð,
faglegt nám fyrir meðferðaraðila
Markviss Bowen-meðferð er faglegt nám sem byggir á samspili taugakerfis, bandvefs og náttúrulegra viðbragða líkamans.
Með ákveðnum og meðvituðum þrýstingi á ákveðna staði á líkamanum, lærir þú að virkja náttúruleg viðbrögð líkamans, stuðla að jafnvægi og bæta hreyfigetu, líkamsvitund og vellíðan skjólstæðinga.
Meðferðin byggir á samspili taugakerfis og orkubrauta og nýtir fræði bæði austurs og vesturs til að stuðla að
jafnvægi og endurnýjun líkamans.
Námið hentar sjúkraþjálfurum, nuddurum og öðrum meðferðaraðilum sem vilja dýpka fagþekkingu sína og vinna á nákvæman, markvissan og heildrænann hátt.
.png)



